fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Ný meðferð við mígreni – „Bylting“ segir læknir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný meðferð við mígreni hefur verið hafin til skýjanna af læknum og þeim sjúklingum sem hafa tekið þátt í tilraunum með hana. Svo er að sjá sem þessi meðferð marki straumhvörf á þessu sviði.

„Það hefur lengi verið hægt að meðhöndla mígreni. Vandinn hefur bara verið að það hefur verið gert með lyfjum sem hafa verið þróuð til einhvers allt annars.“

Hefur BT eftir Jakob Møller Hansen, taugalækni og yfirlækni dönsku höfuðverkjarannsóknarmiðstöðvarinnar.

„Nú höfum við öðlast meiri skilning á hvað veldur mígreni og ferlinu á bak við það og hvernig er hægt að stöðva það. Í staðinn fyrir að lina sársaukann þá veitum við nú meðferð.“

Dönsk rannsókn varð til þess að þau efni í líkamanum, sem valda mígreni, fundust. Þau kallast CGRP. Nú hefur verið búið til mótefni við þeim sem heitir Erenumab en það getur hindrað CGRP í að valda mígreni.

„Já, mér finnst þetta vera bylting á þessu sviði og þátttakendur í tilraunum okkar hafa verið mjög ánægðir með meðferðina. Sumir hafa meira að segja haft samband við okkur strax að tilraunum loknum til að biðja um meira af lyfinu þrátt fyrir að þeir hafi vitað að við gátum ekki, því miður, látið þá fá meira af því.“

Sumir þátttakenda hafa sagt að nýja meðferðin hafi verið eins og opinberun og eiginlega sé þetta of gott til að geta verið satt.

Þess er vænst að lyfið komi á markað í Bandaríkjunum í haust og væntanlega líður þá ekki á löngu þar til það kemur á markað í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið