En áður en áhugasamir rjúka af stað út í banka til að kanna með lán sem þetta er rétt að taka fram að lán sem þetta er ekki í boði hér á landi heldur er það í Danmörku sem byrjað er að bjóða upp á lán sem þetta.
Það er Jyske Realkredit lánastofnunin sem hefur ákveðið að veita lán sem þetta með 0 prósent vöxtum. Það hefur aldrei áður gerst í Danmörku að boðið hafi verið upp á lán með 0 prósent vöxtum. Vextir þar eru lágir í samanburði við hér á landi og ekki er óalgengt að lán til 30 ára, sem er tekið til fasteignakaupa, beri 1,5 til 2 prósent fasta vexti allan lánstímann og svo er auðvitað engin verðtrygging.
Jótlandspósturinn segir að reiknað sé með að fleiri lánastofnanir muni fylgja í kjölfarið og bjóða upp á lán með 0 prósent vöxtum.