fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Fréttir

Grunur um milljónafjárdrátt frá skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 07:50

Rækjuverksmiðjan Kampi er á Ísafirði. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum er nú að rannsaka meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Starfsmaðurinn er grunaður um að hafa dregið sér fé á þriggja ára tímabili. Talið er að hann hafi dregið sér fé af reikningum skjólstæðinga velferðarsviðsins en hann hafði aðgang að þeim í gegnum störf sín fyrir bæjarfélagið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Guðmundi Gunnarssyni, bæjarstjóra, að grunur hafi vaknað um fjárdráttinn við innra eftirlit um mitt síðasta ár. Hann sagði að búið væri að bæta þolendum tjónið og nú sé það í höndum bæjarins að sækja bætur.

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, staðfesti við Fréttablaðið að lögreglan væri að rannsaka fjárdráttarmál sem snúi að starfsmanni velferðarsviðs bæjarins. Meint brot hafi átt sér stað á árunum 2015 til 2018. Rannsókn málsins mun vera vel á veg komin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“