fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Deluxe snyrti- og dekurstofa kynnir

Kynning

Nýjasta nýtt frá Schrammek: ENERGY+Q10 Green Peel meðferð.

Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 27. janúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöllurnar Gyða Agnarsdóttir og Sólrún Pétursdóttir, eigendur Snyrtistofunnar Deluxe, komu ferskar inn í Glæsibæ í nóvember 2013 með fyrirtæki sitt og hafa síðan hugað að heilsu íslenskra kvenna og karla með góðum árangri. Starfsmenn Deluxe snyrtistofunnar eru þær Gyða, Sólrún, Valgerður Ósk Daníelsdóttir, Helena Jóhannsdóttir og Sigrún Mist Gunnarsdóttir, sem er nýr starfsmaður á stofunni og naglafræðingur. Hana má finna á facebook með því að leita undir acrylneglursigrun. Allir starfsmenn Deluxe eru fagmenn á sínu sviði og veita fyrsta flokks þjónustu. Þær bjóða upp á alla alhliða snyrtingu svo sem varanleg förðunartattoo, sleekbrow, neglur, förðun, augnháralengingu, Lash Lift og síðast en ekki síst Green Peel meðferðir. Deluxe snyrti- og dekurstofa opnaði fyrir stuttu glæsilega nýja netverslun þar sem hægt er að nálgast þær náttúrulegu hágæðasnyrti- og húðvörur sem fást á stofunni. „Við notum eingöngu hágæðavörur í andlitsmeðferðum sem hannaðar eru af húðlæknum. Við þurftum að sækja námskeið og fá sérstakt diplóma til að öðlast leyfi til þess að nota vörurnar á stofunni okkar. BB kremið okkar hefur algjörlega slegið í gegn og er vinsælasta varan okkar í dag,“ segir Gyða. Helstu vörumerkin sem fást hjá Deluxe eru Schrammek, Youngblood, Moroccanoil og fleiri náttúrulegar hágæðahúðvörur.

Green Peel.
Green Peel.

Green Peel hefur sannað sig

Green Peel meðferðin var upphaflega þróuð af Dr. Med. Christine Schrammek fyrir um fimmtíu árum, til þess að vinna á óhreinni og skemmdri húð. Green Peel er virk blanda af átta náttúrulegum ensímum, jurtum, steinefnum og vítamínum, þar á meðal spírulínu. Efnið vinnur vel á ýmsum húðvandamálum til dæmis á andliti, maga og lærum. Í boði eru nú fimm Green Peel meðferðir: Classic, Energy, Fresh Up og Mela White. Nýjasta meðferðin hjá okkur er Energy+Q10 og er hver meðferð valin eftir því hvaða árangri viðskiptavinur vill ná. Meðferð fer þannig fram að flögnunarferli húðarinnar er virkjað með því að nudda Green Peel efninu í húðina. Að því loknu er efnið þrifið af og kælandi maski og loks Special Care Cream borið á, til þess að koma í veg fyrir roða og ertingu. Áhrifin koma fram á tveimur til fimm dögum, allt eftir húðgerð hvers og eins og á þeim tíma er mikilvægt að fara eftir þeim leiðbeiningum, sem gefnar eru og nota einungis þær Schrammek vörur sem fylgja meðferðinni. Að auki má ekki bleyta andlitið með vatni í fimm daga. Klassískri meðferð lýkur á eftirmeðferð fimm dögum eftir upphaflegu meðferðina, þar sem húðin er vel nærð og dauðar húðfrumur nuddaðar af. Mismunandi er eftir húðgerð, hversu margar meðferðir eru nauðsynlegar til þess að ná sem bestum árangri. Hin upprunalega Green Peel meðferð hefur sannað sig um allan heim og til þess að geta veitt Green Peel meðferð þurfa snyrtifræðingar að hafa sveinspróf og sækja námskeið á vegum Schrammek.

ENERGY+Q10 – Húðendurnýjun og sjáanlegur stinnleiki húðar

Green peel meðferð fyrir andlitið. Nýjasta meðferðin frá Schrammek Green Peel.

Um er að ræða byltingarkennt jurtaserum með undraefninu Q10, sem þekkt er fyrir andoxunaráhrif sín og jákvæð áhrif á endurnýjun húðfrumna. Eldri og áliggjandi húðfrumur eru losaðar frá með því að nudda jurtablöndunni inn í húðina. „Almennt er boðið upp á fimm Schrammek Green Peel meðferðir. Meðal þeirra eru Classic Green Peel meðferð, Energy og svo Energy+Q10 meðferð. Energy+Q10 meðferðin er öflugri en Energy meðferðin þar sem Q10 hefur verið bætt við jurtablönduna. Í Energy+Q10 meðferðinni er húðin svo töluvert fljótari að jafna sig en eftir Classic meðferðina,“ segir Gyða.
Energy +Q10 meðferðin er tilvalin fyrir óhreina húð, húð sem byrjuð er að eldast eða vantar bjartara og fallegra yfirbragð og svo húð með litabreytingar. Tilvalið er að koma í Energy+Q10 í eitt skipti, eða einu sinni í mánuði.

Meðferðartími er 60 mínútur.
Verð 38.000 kr.
Innifalið í verðinu er Home Care Kit sem inniheldur Herbal Care Lotion, Special Care Cream og Blemish Balm.

Það sést ótrúlegur munur á notkun RetiNight Essence – Bólu- og hrukkubananum.
Það sést ótrúlegur munur á notkun RetiNight Essence – Bólu- og hrukkubananum.

RetiNight Essence – Bólu- og hrukkubani

RetiNight Essence er frábær nýjung frá Schrammek vörumerkinu og frábært í baráttunni við línur, hrukkur, bólur, slappa og líflausa húð. Í kreminu er hárrétt samsetning af A-vítamíni og vitanol®Bio sem eykur húðendurnýjun. Önnur virk efni eru Aquaxyl™ og Matrixyl™ sem bæði hraða viðgerðarferli húðfrumna.

RetiNight Essence – Bólu- og hrukkubaninn.
RetiNight Essence – Bólu- og hrukkubaninn.

Deluxe snyrti- og dekurstofa er staðsett í Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík.
Hafa má samband í síma 571-0977 eða með því að senda póst á veffangið deluxe@deluxe.is
Nánari upplýsingar má nálgast á netverslun snyrtistofunnar og Facebook-síðunni.
Að auki má fylgja Deluxe á Snapchat á nafninu deluxedekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“