fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Konan sem beit tungu eiginmanns síns sögð þurfa að vera í réttum stjórnmálaflokki eða dauðvona

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. febrúar 2019 13:00

Nara Walker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir að Nara Walker þyrfti að annað hvort að vera á grafarbakkanum eða í réttum stjórnmálaflokki til að fá náðun. Nara var í fyrra dæmd í fangelsi fyrir að bíta tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur. Nara sagði í fyrra sögu sína í viðtali við DV.

Aðstandendur hennar hafa komið af stað undirskriftarsöfnun þar sem biðlað er til forseta Íslands að náða hana þar sem Nara var að þeirra sögn að verjast heimilisofbeldi. Guðmundur Ingi, sem þekkir vel til fangelsiskerfisins á Íslandi, segir á Facebook að þetta sé því miður vonlaust.

„Því miður búum við ekki við slíkt kerfi að Guðni geti einn og sér náðað fólk. Til þess að fá náðun þarf fyrst að sækja um slíkt hjá náðunarnefnd Dómsmálaráðuneytisins sem tekur umsóknina til athugunar. Ef svo ólíklega vill til að nefndin telur að náða eigi manneskjuna þá er það dómsmálaráðherra sem ákveður hvort hann muni náða eða ekki. Ef ráðherra vill náða þá mun hann senda náðunina tilbúna til forseta til þess aðeins að staðfesta hana. Það er því aldrei hlutverk forseta að náða, aðeins að staðfesta hana,“ segir Guðmundur Ingi.

Hann bætir því við að raunar sé fólk einungis náðað á Íslandi í tveimur tilvikum. „Undanfarna áratugi, þá eru menn ekki náðaðir nema að þeir liggi fyrir dauðanum sjálfir eða maki umsækjanda. Þó eru undantekningar eins og t.d ef umsækjandi sé í réttum flokki og á leið á alþingi. Náðunarnefndin er skipuð 3 aðilum, 2 lögfræðingum og einum lækni sem sýnir vel hvernig áherslunnar eru þar. Aldrei er náðað fyrir það sem einstaklingar gera gott eða fyrir eitthvað jákvætt. Þú þarft að liggja fyrir dauðanum eða vera mjög veikur til að fá náðun. Ef þessi kona fengi náðun, sem ég myndi sjálfur óska að hún fengi, þá væri eitthvað mikið að og ljóst að um geðþótta ákvörðun er um að ræða,“ segir Guðmundur Ingi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu