fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Dularfullt neyðarkall frá skipi – Áhöfnin fannst látin – Andlitin frosin af skelfingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. febrúar 2019 07:00

SS Ourang Medan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein mesta ráðgáta sjóferðasögunnar er neyðarkallið sem barst frá SS Ourang Medan í júní 1947 en skipið var þá statt í Malaccasundi, sem er á milli Malasíu, Indónesíu og Singapúr. Þetta er sama hafsvæði og talið er að flug MH370 frá Malaysia Airlines hafi horfið á 2014 en flugvélin hefur ekki enn fundist. Tvö bandarísk skip, Silver Star og City of Baltimore, heyrðu neyðarkallið frá SS Ourang Medan sem var hollenskt kaupskip.

„S.O.S. frá Ourang Medan . . . Við eru á floti. Allir yfirmenn, þar á meðal skipstjórinn eru dánir í kortarýminu og brúnni. Líklegast er öll áhöfnin dáin . . .“

Svona hljóðaði Morse-neyðarsendingin frá skipinu. síðan komu nokkur ruglingsleg Morse-tákn og síðan tvö orð: „Ég dey.“

Eftir þetta heyrðist ekkert.

SS Ourang Medan.

Þegar áhöfn Silver Star hafði tekist að finna skipið var enginn lifandi um borð. Lík voru út um allt skip, þar á meðal lík hunds. Líkin voru öll á bakinu og andlitin voru eins og frosin af skelfingu, munnar galopnir og augun störðu beint fram. Engir áverkar voru sjáanlegir á þeim. Loftskeytamaðurinn, sem sendi neyðarboðin, var í stól við loftskeytataækið og var andlit hans eins og á hinum líkunum, eins og frosið af skelfingu. Þegar áhöfn Silver Star var að koma taug á milli skipanna til að hægt væri að draga Ourang Medan til næstu hafnar gaus eldur skyndilega upp í skipinu og urðu skipverjarnir að yfirgefa það í skyndingu. Skömmu síðar sprakk Ourang Medan og sökk og því var ekki hægt að gera frekari rannsóknir um borð.

Andlit hinna látnu voru eins og frosin af skelfingu.

Í leynilegu minnisblaði frá bandarísku leyniþjónustunni CIA var neyðarkallinu og aðkomunni um borð lýst. Í minnisblaðinu kemur fram að CIA telji að málið geti tengst mörgum öðrum skipshvörfum á þessari mikilvægu og mikið notuðu siglingaleið. Minnisblaðið var gert opinbert 2013. Í því er því velt upp hvort áður óþekktar verur hafi átt hlut að máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“

Fyrrum embættismenn og bandamenn Trump orðlausir yfir myndbandi sem forsetinn deildi – „Hann er að gera það viljandi“
Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu

Kínverjar segjast hafa fundið risastóra gullnámu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum

Trump spilaði golf með forseta Finnlands – Vill nú kaupa ísbrjóta af Finnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás

350 bjarndýrum verður slátrað í Slóvakíu eftir banvæna árás