fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Vopnað rán í kjörbúð – ógnaði starfsmönnum með hnífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 17. febrúar 2019 14:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Er hann hafði fengið peningana hljóp hann á brott frá versluninni. Lögreglumenn á Akureyri fengu veður af ráninu meðan það var yfirstandandi og gátu brugðist skjótt við. Unnt var að rekja ferðir mannsins í nýföllnum snjó og ganga að honum þar sem hann hafði falið sig. Maðurinn veitti ekki mótspyrnuvið handtökuna en er talinn hafa verið undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Hann er vistaður í fangageymslu meðan af honum rennur víman og unnt verður að yfirheyra hann. Peningaupphæðin sem hann rændi er óveruleg. Rannsókn málsins miðar vel og starfsmönnum verslunarinnar var boðin áfallahjálp. Ekki er talið að maðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Ákvörðun um hvort gerð verður krafa um gæsluvarðhald, bíður kvöldsins.

Grein var frá þessu í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Akureyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“