Nú hafa allir fimm flytjendur kvöldsins í seinni undankeppni Söngvakeppninnar flutt sín lög og sitja margir eflaust sveittir við að kjósa sitt uppáhalds. Hér er það sem Íslendingar höfðu að segja um lögin á Twitter.
Egill líkti því við Latabæ á djöflasýru:
Áfram Latibær á djöflasýru #12stig pic.twitter.com/3BkWrZEa2Z
— Egill E. (@e18n) February 16, 2019
Það versta. Í alvöru?
Þetta er örugglega það versta sem Háskólabíó hefur séð #12stig
— HHarðarson (@hhardarson) February 16, 2019
Konni var sammála:
Þetta jeijo lag er líklega eitt það versta sem hefur farið í eurovisjón hér heima, vonandi kemst það áfram, þetta er það lélegt. #12stig sorry mercedes
— KonniWaage (@konninn) February 16, 2019
Ekki víst að Guðmundur hlusti aftur:
Ég þyrfti svona 5 grömm af jeijó til að hlusta á þetta lag oftar en einu sinni… #12stig
— Guðmundur Egill (@gudmegill) February 16, 2019
Egill var ringlaður:
Ég veit ekki, get ekki… hvað var þetta? #jeijó #12stig pic.twitter.com/DjFBAKlsFJ
— Egill E. (@e18n) February 16, 2019
Andra var ekki skemmt:
Þetta hlýtur að vera ófyndnasta og lélegasta atriði söngkeppninnar frá upphafi #12stig
— Andri Snær Helgason (@andrisnaer26) February 16, 2019
Jón Axel var beinlínis reiður:
Á hvaða sýru var þessi nefnd sem valdi lögin í þessa keppni!!!??? #12stig
— Jón Axel Ólafsson (@jonaxel) February 16, 2019
Þórir sparaði ekki stóru orðin:
Mesti viðbjóður ever!!!!! Verra en pollapönk #12stig
— Þórir Grétar (@ThorirGretar) February 16, 2019
Guðmundur Hörður var bara nokkuð sáttur:
Ég kýs lagið þar sem pelíkanar prumpuðu sápukúlum. Vel unnið úr low budget uppfærslu #12stig
— Guðmundur Hörður (@gudmundurhordur) February 16, 2019
Jón Axel var samt enn brjálaður:
Ekki batnar það…#12stig
— Jón Axel Ólafsson (@jonaxel) February 16, 2019
Steingrímur Sævarr fílaði ekki boðskapinn:
Þú bætir mig. Hey, bættu bara þig fyrst #12stig
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 16, 2019
Davíð Roach kom með góðan punkt:
Íslendingar elska landsbyggðartrúbadora í euro-undankeppnum. #12stig
— Davíð Roach (@DavidRoachG) February 16, 2019
Jón Axel var enn frekar ósáttur með þetta allt saman:
Ég er farinn á kvíðalyf. Endurtekningarnar á eftir verða svakalegt álag á miðtaugakerfið!! #12stig #Söngvakeppnin
— Jón Axel Ólafsson (@jonaxel) February 16, 2019
Hér er svo ein tegund af greiningu:
Þetta lag vill vera eitthvað en er það bara ekki #12stig #songvakeppnin
— STAY STRONG ❤ (@heidos777) February 16, 2019
Elli var undrandi:
HVAÐ CUCKOOS NEST ER Í GANGI HÉRNA #12stig
— Elli Joð (@ellijod) February 16, 2019
Hilmar hélt að Heiðrún væri Blondie:
Vissi ekki að Blondie væri ennþá á lífi. #12stig
— Hilmar Þór Norðfjörð (@hilmartor) February 16, 2019
Maggi var grimmur:
Já há…… hver velur lögin sem sleppa í gegn? Hér höfum við lag sem Leoncie myndi skammast sín fyrir að kyrja! #12stig
— Maggi Peran (@maggiperan) February 16, 2019
Steingrímur Sævarr bauð upp á skrýtlu:
Er mikið eftir af laginu um Helga Björns? #12stig
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 16, 2019
Ómar Örn var hæstánægður:
Er að elska þetta sound og 80’s hreyfingar hjá Heiðrúnu #12stig
— Ómar Örn Ólafsson (@omardiego) February 16, 2019
Gumbó líkti Heiðrúnu Önnu við Páskastjörnuna:
Er þetta ekki Guðný María? #12stig
— Gumbó Sveins (@GumboSveins) February 16, 2019
Jóna Sólveig fílaði Helgi fyrir allan peninginn:
Er að fíla Helgi, eitthvað miðaldra kúl í þessu #12stig
— Elínardóttir, J.S. (@JonaSolveig) February 16, 2019
Arnar kunni meðal annars að meta hana:
Hey, einhver sem að kann að syngja. Kann að meta það #12stig
— Arnar Ólafsson (@olafsson_arnar) February 16, 2019
Egill var ekki eins hrifinn:
Hvað segiði, hvernig er best að deyfa sársaukann? #12stig pic.twitter.com/fQ336iAP5F
— Egill E. (@e18n) February 16, 2019
Inga var temmilega sátt:
Get ekki hvað lagið hennar Töru er overproduced…væri flottara aðeins minna unnið #12stig
— Inga? (@irg19) February 16, 2019
Unnur var ánægð með atriðið:
Er að fíla metnaðinn í þessu atriði. #12stig
— Unnur Svana (@Unnursvana) February 16, 2019
Gunnar var ekki hress:
Ekki einn söngvari í kvöld sem heldur lagi……nýtt Eurovisionmet…..#12stig
— Gunnar Ásgeirsson (@gunnaragust79) February 16, 2019
Anna bauð upp á brandara:
Spot the difference #12stig @binniglee pic.twitter.com/cNzgudl8tZ
— ahj (@anna_johannsd) February 16, 2019
Inga sparaði ekki stóru orðin:
Þetta er svo flawless flutningur #Frómar #gæsahúð #12stig
— Inga? (@irg19) February 16, 2019
Steingrímur Sævarr gerði grín að klæðaburði Friðriks:
Eins gott að Friðrik Ómar fái sér ekki spaghetti bolognese í þessu dressi #12stig
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 16, 2019
Já, bakraddirnar!
ÞESSAR BAKRADDIR MAÐUR!!! #12stig #songvakeppnin
— STAY STRONG ❤ (@heidos777) February 16, 2019
Þorsteinn var greinilega hrifinn:
Friðrik Ómar i Meistaradeildinni – Hinir í utandeildinni #12stig
— Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) February 16, 2019
Friðrik Ómar, El David þarf að tala við þig:
Ég þarf að giftast þessum herra og hafa hamingjusama fjölskyldu.#12stig
— El David❗ (@eldavidwhat) February 16, 2019
Kristín búin að ákveða sig:
Ég er greinilega að fara að kjósa Friðrik Ómar. Eina flotta og vel sungna lagið. #12stig #Eurovision #Eurovision2019
— Kristín Ásta Ólafsd (@Kristinastao) February 16, 2019
Já, Friðrik Ómar. Hvernig ferðu að þessu?
Hvað er Friðrik Ómar gamall og hvernig lítur hann svona vel út? #12stig
— Hilmar Jónsson (@Hilmar_jons) February 16, 2019
Einmitt, það:
Það er ekki gó mar fyrr enn Frómar segir gó mar #12stig
— Þórir Baldursson (@thorirbaldurs) February 16, 2019