Síðasta sólarhringinn hefur lögregla fengið í hendur ný myndskeið sem munu gagnast við rannsókn málsins. Mbl.is greinir frá þessu. Áður hafa verið birt myndskeið af Birnu Brjánsdóttur á Laugavegi og svo á Skólavörðustíg.
Sjá einnig: myndband af Birnu á Laugaveginum
Á áður birtum myndböndum mátti greina óljóst að Birna var með símann sinn allan vafa.
Grímur Grímsson hjá rannsóknardeild lögreglu sagði:
„Það er að segja allan tímann á meðan hún er í miðborginni og síðan hafi hún og síminn farið þessa leið til Hafnarfjarðar sem við teljum að hafi verið farin um Sæbraut og Reykjanesbraut.“
Sjá einnig: Nýtt myndskeið birt af Birnu á Skólavörðustíg
Á vef mbl segir að búið sé að leggja hald á tölvur og síma hinna grunuðu í málinu. Grímur vildi ekki greina frá hvaðan myndefnið er, hvort það sé úr Reykjavík eða Hafnarfirði. Myndböndin eru fleiri en eitt.
„Við handtöku þá haldlögðum við tölvur og síma,“ segir Grímur.