Í þessi skemmtilega myndbandi sem birtist á YouTube má sjá hvar köttur reynir að stela kjúklingabita af eiganda sínum af einbeittum brotavilja. Samkvæmt YouTube notandanum Sara Cantu er umræddur köttur fjögra mánaða Bengal kisi sem er greinilega nokkuð klár. Hann þykist vera sofandi til að vekja með eiganda sínum falska öryggiskennd.
Eigandinn sér þó við honum, en það stöðvar hann þó ekki í að reyna aftur. Og svo aftur, síðan aftur og aftur og aftur.
Er þinn köttur þetta útsmoginn ?