Þessi réttur er afskaplega bragðgóður, svo ekki sé minnst á hve ofureinfaldur hann er.
Hráefni:
1 blómkálshaus, skorinn smátt
2 msk. sesamolía
salt
¼ „sweet“ chili-sósa
3 msk. sojasósa
1 msk. Sriracha
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
safi úr 1 súraldin
2 rauðar paprikur, skornar í sneiðar
1 stór kúrbítur, skorinn í hálfmánasneiðar
450 g kjúklingabringur, skornar í bita
½ bolli kasjúhnetur
vorlaukur, þunnt skorinn
Aðferð:
Setjið blómkál í matvinnsluvél og rífið þar til blómkálið minnir á hrísgrjón. Hitið 1 matskeið af olíunni á pönnu yfir meðalhita. Bætið blómkálshrísgrjónum út í og saltið. Eldið í 5 mínútur og setjið til hliðar. Blandið chili-sósu, sojasósu, Sriracha, hvítlauk og súraldinsafa saman í skál. Setjið restina af olíunni á pönnuna og hitið yfir meðalhita. Setjið papriku og kúrbít á pönnuna og eldið í 3 mínútur. Bætið síðan kjúklingnum og sósu saman við og eldið í um 10 mínútur til viðbótar. Blandið kasjúhnetum saman við. Skreytið með vorlauk og berið fram með blómkálshrísgrjónum.