fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Mikil fjölgun mislingasmita – 136.000 létust af völdum mislinga á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni WHO létust 136.000 af völdum mislinga á síðasta ári. Í Evrópu voru mislingatilfellin 15 sinnum fleiri en 2016. Katherine O‘Brien, yfirmaður ónæmismála og bólusetninga hjá WHO, segir að gögn stofnunarinnar sýni ótvíræða aukningu mislingatilfella, þetta eigi við í öllum heiminum. Hún segir að bráðabirgðatölur bendi til að tilfellunum hafi fjölgað um 50 prósent á milli 2017 og 2018.

WHO fékk 170.000 tilkynningar um mislinga 2017. Frestur til að skila inn gögnum fyrir síðasta ár er ekki liðinn en nú þegar hefur verið tilkynnt um 229.000 tilfelli. O‘Brien segir að tæplega 10 prósent tilfella séu tilkynnt svo tilfellin séu í raun í milljónatali.

Bráðabirgðatölur WHO sýna að 136.000 manns létust af völdum mislinga á síðasta ári.

„Við höfum stöðuga faraldra sem eru stórir og fara stækkandi.“

Segir O‘Brien.

WHO segir að mislingatilfellum hafi fækkað jafnt og þétt til 2016 en þá snerist þróunin við.

Katrina Kretsinger, hjá WHO, segir að mislingafaraldrar hafi brotist út í Úkraínu, Madagaskar, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og fleiri ríkjum. Á Madagaskar geisar nú faraldur og frá því í október þar til í þessari viku höfðu 66.278 mislingatilfelli greinst þar. 922 hafa látist.

CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum á Madagaskar hafi tæplega 50 prósent þjóðarinnar verið bólusett gegn mislingum áður en faraldurinn braust út. 95 prósent fólks þurfa að vera bólusett gegn mislingum til að hjarónæmi náist og þar með njóti þeir verndar sem ekki er hægt að bólusetja af læknisfræðilegum ástæðum.

En það er ekki bara í fátækum ríkjum sem mislingar hafa sótt í sig veðrið. WHO segir að leti og rangar upplýsingar valdi því að tilfellum hefur einnig fjölgað í ríkum löndum. Stofnunin segir að í Evrópu hafi fleiri verið bólusettir gegn mislingum á síðasta ári en nokkru sinni áður. Þrátt fyrir þetta hefur smittilfellum fjölgað mikið. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs greindust 82.596 með mislinga í álfunni. Það eru þrisvar sinnum fleiri en 2017 og 15 sinnum fleiri en 2016. WHO segir að ein aðalástæða þessarar aukningar sé að á sumum svæðum hafi bólusetningahlutfallið farið niður fyrir 95 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann