BBC skýrir frá þessu. Lögreglan hóf strax leit að bílnum og bílstjóranum og fann bílinn fljótlega. Hann var ekki fjarri bankanum. En hann var galopinn og bílstjórinn horfinn sem og allir peningarnir, 3 milljónir evra.
Á þriðjudaginn lýsti lögreglan eftir bílstjóranum, Adrien Derbez, og það bar skjótan árangur því ábending barst um hvar hann gæti verið. Sérsveit lögreglunnar réðst í framhaldi til inngöngu í íbúð í Amiens síðdegis á þriðjudaginn.
Lögreglumönnum tókst að hafa hendur í hári Derbez sem var á leið út um glugga þegar lögreglumenn ruddust inn í íbúðina. Hann var með margar töskur á bakinu sem voru fullar af peningum.
Hann hafði gengið laus í 35 klukkustundir. En nú var nýtt vandamál komið upp. Það vantaði 1,5 milljónir evra af peningunum sem hann stal.
Lögreglan hefur handtekið þrjá meinta samverkamenn Derbez en peningarnir eru enn ófundnir.