Þessi réttur er einstaklega bragðgóður og hentar vel þeim sem telja hitaeiningar, en í hverjum skammti eru aðeins 313 hitaeiningar.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
4 kjúklingalæri
¾ tsk. salt
¾ tsk. pipar
½ bolli kjúklingasoð
¼ bolli apríkósusulta
1 msk. Dijon sinnep
2 bollar gulrætur, smátt skornar
4 tsk. fersk salvía, söxuð
1 msk. hvítlaukur, þunnt skorinn
2 msk. smjör
Aðferð:
Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með ½ teskeið af salti og ½ teskeið af pipar. Setjið kjúklinginn á pönnuna og eldið í 3 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann hefur brúnast. Takið kjúklinginn af pönnunni og setjið til hliðar. Blandið soði, sultu og sinnepi saman í skál og þeytið. Setjið gulrætur, salvíu og hvítlauk á pönnuna og steikið í 4 mínútur. Bætið apríkósublöndunni og kjúklingnum saman við. Lækkið hitann aðeins, setjið lok á pönnuna og eldið í 8 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Takið af pönnunni og setjið á diska. Bætið restinni af saltinu og piparnum sem og smjörinu á pönnuna og hrærið þar til smjörið bráðnar. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og skreytið með salvíu.