fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar

Auður Ösp
Laugardaginn 16. febrúar 2019 17:07

Sædís Hrönn. Ljósmynd/Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef of velt fyrir mér hvað væri hægt að gera við svona menn. Hef oft séð fólk koma með alls konar yfirlýsingar eins og að það myndi stúta þeim sem gerði eitthvað við þeirra börn. Það er mjög auðvelt að segja svona þegar fólk hefur ekki lent í þessum aðstæðum,“ segir Sædís Hrönn Samúelsdóttir, móðir stúlku sem varð fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu fjölskylduvinar frá 4 ára til 6 ára aldurs. Gerandinn hafði áður hlotið dóm fyrir að kynferðisbrot.

„Eldri dóttir mín var misnotuð af vini og skipsfélaga þáverandi mannsins míns. Hann kom inn í líf okkar á erfiðum tíma og við þökkuðum guði fyrir þennan engil í mannsmynd sem okkur hafði verið sendur því hann var svo hjálpsamur og tilbúinn að gera margt til þess að hjálpa okkur. Við vorum grunlaus um að hann hefði aðrar ástæður fyrir hjálpseminni,“ segir Sædís.

Nokkrum dögum fyrir 6 ára afmæli dóttur Sædísar kom í ljós að maðurinn hafði verið að misnota nokkrar barnungar stelpur.

„Hann endaði svo með að fá dóm fyrir að misnota þrjár af þessum stelpum og dóttir mín var ein af þeim. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm fyrir það sem hann sjálfur viðurkenndi að hafa gert þeim. Okkur var sagt á sínum tíma að þegar svona menn viðurkenndu að þeir gerðu börnum eitthvað, þá væri það til að sleppa auðveldlega og að þeir viðurkenndu bara lítið brot af því sem þeir raunverulega hefðu gert.“

Meðan á dómsferlinu stóð kom upp úr krafsinu að maðurinn hafði áður hljótið dóm fyrir hrottalegt kynferðisbrot. Þolandinn í því máli var þroskaskert stúlka sem var búsett í heimabæ hans.

„Okkur fannst mjög erfitt að komast að þessu og við urðum mjög reið. Við hugsuðum um að ef við hefðum vitað af þessum dómi þá hefðum við að sjálfsögðu aldrei leyft honum að koma nálægt börnunum okkar,“

segir Sædís jafnframt.

Eftir að maðurinn losnaði úr fangelsi áttu Sædís og þáverandi eiginmaður hennar, og foreldrar hinna þolendanna, erfitt með að vita af honum úti í samfélaginu.

Telur vönun ekki duga

„Við, og nokkrir aðrir foreldrar, vöktuðum hann í mörg ár og sátum fyrir honum. Við hringdum í foreldra barna sem við fréttum að hann væri að umgangast. Við urðum létt geðveik.“

Verandi foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, hvað finnst þér að eigi að gera við þessa einstaklinga? Eigum við að læsa þá inni að eilífu eða eigum við að veita þeim meðferð og leyfa þeim að vera úti í samfélaginu?

„Það myndi, held ég, lítið stoða að vana þá, því ég held að þetta sé að mestu leyti í hausnum á þeim. Þeir gætu vel haldið uppteknum hætti. Talaði Kári Stefánsson ekki um að það þyrfti að brennimerkja þá? Ég held að einhvers konar opinbert eftirlit og skrásetning myndi örugglega vera af hinu góða, alla vega hvað varðar raðníðinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“