Í helgarblaði DV er rætt við Aron Leví Beck sem kynntist blóðföður sínum átján ára eftir faðernispróf. Hann er Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður sem Íslendingum er að góðu kunnur. Rúnar hefur verið í bransanum um áratuga skeið, gefið út lager af sólóplötum og leikið með hljómsveitum eins og Trap og Klettum.
Yngri bróðir Rúnars er fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson sem Íslendingar þekkja meðal annars úr stjórnmálaþættinum Víglínunni og áramótaþættinum Kryddsíld. Heimir var áður virkur í stjórnmálum og gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins.
Heimir Már hefur samið texta fyrir stóra bróður sinn og fylgdi honum út til London til að taka upp plötu í hinu virta hljóðveri Abbey Road.