fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Stjörnur sem dóu og sáu ljósið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargar sögur eru til af einstaklingum sem dóu en voru lífgaðir við og sögðu frá reynsu sinni af ljósinu margfræga. Heimsþekktar stjörnur hafa sagt sögur af slíkri reynslu. Hér eru frásagnir nokkurra þeirra.

Sharon Stone

Árið 2001 fékk Sharon Stone heilablóðfall og leið út af. Hún segist hafa verið böðuð ljósi og sá nokkra látna vini sína áður en hún komst aftur til meðvitundar. „Þetta gerðist allt ógnarhratt og allt í einu var ég komin aftur í líkamann.“ Það tók leikkonuna tvö ár að ná sér eftir hjartaáfallið, hún varð að læra að tala og ganga að nýju. Stone segist ekki lengur óttast dauðann. „Þegar dauðinn vitjar manns, eins og hann mun gera er það stórkostlegt og fallegt,“ segir hún.

Peter Sellers

Peter Sellers barðist við þunglyndi og var aldrei auðveldur í samskiptum. Hann fékk röð af hjartaáföllum, sum mjög alvarleg. Eftir eitt slíkt sagðist hann hafa farið út úr líkamanum og fylgst með læknunum á sjúkrastöfunni reyna að bjarga lífi hans. Hann sá engil sem sagði honum að ekki væri komið að honum að deyja. Sellers sagði að þau skilaboð hefðu valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lést eftir hjartaáfall árið 1980.

Elizabeth Taylor með Mike Todd, nýfæddri dóttur þeirra og sonum sínum

Þriðji eiginmaður Elízabeth Taylor, kvikmyndaframleiðandinn Mike Todd, lést í flugslysi árið 1958. Nokkrum árum seinna veiktist leikkonan alvarlega og læknar úrskurðuðu hana látna. Hún sagðist í dauðareynslu sinni hafa séð göng, unfirfallegt ljós og Mike Todd sem sagði henni að hennar tími væri ekki kominn. „Ég vil vera hjá þér,“ sagði hún en hann sagði að hún yrði að fara til baka, sem og varð.

Jane Seymour

Jane Seymour veiktist alvarlega 36 ára gömul. Hún segist hafa farið úr líkamanum og séð hjúkrunarlið reyna að endurlífga sig. Hún sá líka sterkt hvítt ljós. Eftir þessa reynslu segist hún eftir öllum mætti reyna að lifa í núinu.

-Kolbrún Bergþórsdóttir
Birtist fyrst á DV.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“

Börkur ósáttur við valkyrjurnar – „Til hamingju, hálfvitar“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Manchester United ekki séð annað eins í yfir 60 ár

Manchester United ekki séð annað eins í yfir 60 ár
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli

Snjóflóðin fyrir vestan það erfiðasta á fimm áratuga ferli
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt

Hanna Katrín: Ófyrirleitni útgerðarinnar að kalla leiðréttingu veiðigjalda landsbyggðarskatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma

Staðfestir að lykilmaður verði frá í dágóðan tíma
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Bláeygðu börnin á Íslandi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.