Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Margréti Kristínu Blöndal, formanni Samtaka Leigjenda, að þetta sé í samræmi við reynslu leigjenda, leiguverðið hækki stöðugt.
„Við höfum talað fyrir því að það sé nauðsynlegt að setja verðþak á húsaleigu. Það hafa verið stjórnlausar hækkanir og þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að komið verði böndum á leigumarkaðinn. Það þarf lög og reglur um hann.”
Er haft eftir Margréti sem sagði jafnframt að mikil þörf sé fyrir hagkvæmt leiguhúsnæði, sem dæmi um það megi nefna að um 800 manns séu á biðlista eftir íbúðum hjá Félagsbústöðum.
Leiguverð hækkaði um 8,3% á milli ára en íbúðaverð um 6,5% sem er álíka og launaþróun í landinu.