fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Yfirlýsing frá Procar: Ætlar að bæta viðskiptavinum tjónið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 23:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borist hefur yfirlýsing frá bílaleigunni Procar en viðskiptahættir fyrirtækisins voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveikur á RÚV í kvöld. Fram kom að hátt hafði verið við kílómetramæla í bílum fyrirtækisins þannig að þeir virtust vera minna eknir en raun bar vitni. Procar fer yfir málið í yfirlýsingu sinni og hyggst gera úrbætur:

Yfirlýsing frá bílaleigunni Procar

Vegna umfjöllunar í sjónvarpsþættinum Kveik þriðjudagskvöldið 12. febrúar er ástæða til að gera nánari grein fyrir þeim atvikum sem þar voru til umfjöllunar.

Á árunum 2013 – 2015 seldi Procar um 650 notaðar bifreiðar. Fram hefur komið að átt hafði verið við kílómetramæla í hluta þessara bíla, eða í um 100-120 af þeim bílum sem fyrirtækið seldi á tímabilinu, en endanlegur listi um fjöldann liggur ekki enn fyrir. Þetta var gert með því að akstursmælar bílanna voru „færðir niður“ og þannig gefið til kynna að þeir væru minna eknir en raun var á. Í flestum tilfellum nam niðurfærslan 15-30 þúsund kílómetrum. Tilgangurinn var að gera bíla fyrirtækisins auðseljanlegri en á þessum árum kom mikill fjöldi bíla á markaðinn frá bílaleigum og hörð samkeppni var um sölu á notuðum bílum til almennings.

Þessum inngripum í akstursskráningu bílanna var hætt árið 2015. Sá sem bar ábyrgð á þessari framkvæmd hefur hætt störfum og kemur ekki lengur nálægt rekstri fyrirtækisins.

Þennan dómgreindar- og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannanlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum. Fyrirtækið hefur því undirbúið ferli sem miðar að því að þeir sem keyptu umrædda bíla geti sótt um leiðréttingu sinna mála.

Óhaður aðili verður fengin til að úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu af fyrirtækinu á þessum árum. Þeim sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með töluvpósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls@dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta til þeirra sem keyptu bíla sem átt var við með þessum hætti á umræddu tímabili. Þá geta þeir sem keyptu bifreiðar af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bifreiðar til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli viðkomandi bifreiðar.

Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum. Þá skal árétta að Bílamarkaðurinn sem seldi bíl fyrir Procar og átt hafði verið við og var til umfjöllunar í þættinum Kveiki tengist á engan hátt áðurnefndum inngripum.

F. h. stjórnar Procar ehf.

Björgvin Þorsteinsson hrl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maciej var brosmildur og hjartahlýr drengur úr Árbænum – Hann lést í hræðilegu umferðarslysi á Ítalíu

Maciej var brosmildur og hjartahlýr drengur úr Árbænum – Hann lést í hræðilegu umferðarslysi á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jimmy Carter látinn

Jimmy Carter látinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum

Aðeins tveir af 181 lifðu hræðilegt flugslys í Suður-Kóreu af – Talið að fugl hafi valdið harmleiknum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár

Vinsælustu leitarorðin á Pornhub í ár – Mun minni áhugi á lesbíuklámi en undanfarin ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust

Vinsælum veitingastað í Eyjum verður lokað næsta haust
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn

Læknalaust í Rangárvallasýslu um hátíðirnar – „Óásættanlegt“ segir Á-listinn