Ketó-mataræðið er gríðarlega vinsælt þessi dægrin. Hér er frábær kjúklingaréttur sem gleður bragðlaukana.
Hráefni:
1 msk. ólífuolía
4 kjúklingabringur
salt og pipar
1 tsk. þurrkað oreganó
3 msk. brætt smjör
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 1/2 bolli kirsuberjatómatar
2 bollar spínat
1/2 bolli rjómi
1/4 bolli rifinn parmesan ostur
sítrónubátar
Aðferð:
Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Setjið kjúkling á pönnuna og kryddið með salti, pipar og oreganó. Steikið í 8 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og setjið til hliðar. Bræðið smjörið á sömu pönnu. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu. Bætið tómötum saman við og saltið og piprið. Eldið þar til tómatarnir byrja að springja og bætið því næst spínati saman við. Eldið þar til spínatið fölnar. Hrærið rjóma saman við sem og parmesan og náið upp suðu. Lækkið hitann og látið malla í 3 mínútur. Setjið kjúklinginn aftur í pönnuna og eldið í 5 til 7 mínútur. Takið af hitanum, kreistið sítrónusafa yfir og berið fram.