fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smákökubakstur þarf ekki að einskorðast við jólin og því kynnum við þessar hveiti- og smjörlausu smákökur sem eru gjörsamlega geggjaðar.

Súkkulaðikökur

Hráefni:

2½ bolli flórsykur
¾ bolli kakó
¼ tsk. salt
4 eggjahvítur
½ tsk. vanilludropar
1½ bolli súkkulaðibitar (eða grófsaxað súkkulaði)

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og setjið smjörpappír á tvær ofnplötur. Smyrjið smjörpappírinn létt eða spreyið hann með bökunarspreyi. Blandið flórsykri, kakói og salti saman í skál. Bætið eggjahvítum og vanilludropum saman við og blandið síðan súkkulaðinu saman við með sleif eða sleikju. Hvílið deigið við stofuhita í 20 mínútur. Takið ykkur skeið í hönd og búið til hringlaga kökur á ofnplöturnar með góðu millibili. Bakið í 10 til 12 mínútur. Leyfið að kólna í nokkrar mínútur og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu