fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Situr þú uppi með húsfélagið?

Kynning

Eignaumsjón: Leiðandi í umsjón húsfélaga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að verðmæti fasteignar viðhaldist þarf að halda vel utan um rekstur og viðhald. Í fjölbýlishúsum er það í höndum húsfélagsins. Eignaumsjón, Suðurlandsbraut 30, sérhæfir sig í rekstrarumsjón húsfélaga sem og í þjónustu við félög í fasteignarekstri. Eignaumsjón var stofnuð árið 2001 og er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Áralöng reynsla og sérþekking starfsfólks Eignaumsjónar nýtist viðskiptavinum til að leysa fjölbreytt vandamál á faglegan og persónulegan hátt og sérhæfð þekking skilar sér í að finna lausnir á flestum þeim málum sem upp geta komið, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði eða atvinnuhúsnæði.

Markmið Eignaumsjónar er að gera rekstur húsfélaga markvissari og ódýrari og auðvelda stjórnarstörf með því að spara tíma þeirra sem að rekstrinum standa.

Fjármál og bókhald

Rekstrarumsjón felur m.a. í sér umsjón með öllu sem snýr að fjármálum húsfélagsins, þ.e. innheimtu, sjóðsumsjón og bókhaldi. Það er mikilvægt að hafa öruggt og formfast innheimtukerfi húsgjalda og tryggja þannig að húsgjöld skili sér, sem og að öll sjóðsumsjón sé í öruggum höndum. Gerður er ítarlegur ársreikningur með rekstrar- og efnahagsreikningi sem tryggir góða yfirsýn á fjármálum félagsins á aðalfundi.

Ákvarðanataka

Eignaumsjón veitir faglegan stuðning við að koma viðhaldsverkefnum áfram. Það er stór hluti af rekstri húsfélaga að halda utan um viðhald hússins og því mikilvægt að slíkar ákvarðanir séu teknar faglega. Húsfundir eru ákvörðunarvettvangur slíkra verkefna og hefur Eignaumsjón leitt fjölmörg félög í gegnum þær.

Einnig kemur Eignaumsjón að fjölþættri annarri þjónustu við húsfélagið, til dæmis aðstoð við úrlausn ágreiningsmála sem upp geta komið í fjölbýli og taka þarf fyrir á grundvelli laga um fjöleignarhús. Þá getur skipt sköpum að hafa hlutlausan aðila til að koma að slíkum úrlausnum, það stuðlar oftast að betri og hreinskiptnari samskiptum íbúa.

Upplýsingagjöf mikilvæg

Við rekstur húsfélaga er afar mikilvægt að veita gagnlegar og ítarlegar upplýsingar til eigenda. Til þess að geta veitt viðskiptavinum sem bestar upplýsingar hefur Eignaumsjón sérhannað öflugt upplýsingakerfi, þar sem safnað er saman á einn stað öllum nauðsynlegum upplýsingum um sérhvert félag sem er í þjónustu hjá Eignaumsjón og þeim síðan miðlað til eigenda í gegnum „mínar síður“ á þjónustuvef félagsins.

Nánari upplýsingar um starfsemi Eignaumsjónar er að finna á vefsíðu fyrirtækisins, eignasumsjon.is. Síminn er 585-4800.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“