fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Shyamalan beint á toppinn

Split var vinsælasta myndin í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna um helgina

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. janúar 2017 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta kvikmynd M. Night Shyamalan, sem er einna best þekktur fyrir myndina The Sixth Sense, fór beint á toppinn í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina.

Myndin, sem heitir Split, halaði inn 40,2 milljónir Bandaríkjadala. Það að mynd eftir M. Night Shyamalan fari beint á toppinn í Bandaríkjunum þykir sæta nokkrum tíðindum enda hafa myndir eftir þennan 46 ára leikstjóra ekki beint slegið í gegn á undanförnum árum.

Split þykir þó einkar vel heppnaður spennutryllir sem fallið hefur vel í kramið hjá gagnrýnendum. Kostnaður við myndina er talinn hafa numið um 10 milljónum dala og því varð hagnaður af myndinni strax eftir fyrstu sýningarhelgina.

Í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndir helgarinnar var myndin xXx: The Return of Xander Cage. Myndin, sem skartar Vin Diesel, í aðalhlutverki halaði inn 20 milljónir dala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“

Vikan á Instagram – „Stundum þarftu bara að segja fokk it“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“