fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Foreldrarnir stunduðu báðir kynlíf með níðingnum sem nauðgaði dóttur þeirra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 18:30

Broberg fjölskyldan. Mynd:op Knots Film/Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jan Broberg var 12 ára var hún numin á brott frá foreldrum sínum. Hún var heilaþvegin og nauðgað ótal sinnum af manni sem var vinur foreldra hennar. Þau höfðu kynnst honum í mormónakirkju í Bandaríkjunum.

Þetta kemur fram í heimildamyndinni ´Abducted in Plain Sight´. Myndin er aðgengileg á Netflix og er óhætt að segja að hún sé ekki fyrir viðkvæmar sálir. Myndin er óþægileg áhorfs enda umfjöllunarefnið hræðilegt.

Robert „B“ Berchtold rændi Jan og fór með hana til Mexíkó í húsbíl árið 1974. Þar heilaþvoði hann hana og fékk hana til að trúa að hún væri hálf geimvera og hálf manneskja og að tilgangur lífs hennar væri að eignast barn með honum. Hann gaf henni svefntöflur og nauðgaði henni allt að 200 sinnum.

Í heimildamyndinni er sagan sögð af Jan, sem er nú 56 ára, og foreldrum hennar, Bob og Mary Ann. Fram kemur að þau stunduðu bæði kynlíf með Berchtold en hann tældi þau bæði til að stunda kynlíf með sér í þeim tilgangi einum að komast nær Jan en hann taldi sig ástfanginn af henni. Hann náði að heilaþvo hjónin svo mikið að þau leyfðu honum að sofa upp í rúmi hjá Jan.

Hann hafði talið þeim trú um, með aðstoð falsks sálfræðings, að það myndi hjálpa honum að komast yfir eigin vandamál sem væri tilkomið vegna þess að frænka hans hefði nauðgað honum þegar hann var barn. Berchtold nýtti sér þetta til að gefa Jan svefnpillur og níðast á henni kynferðislega í um sex mánuði.

Berchtold með Jan. Mynd:Top Knots Film/Netflix

Þegar hann nam Jan á brott hafði hann öðlast svo mikið vald yfir foreldrum hennar að þau tilkynntu lögreglunni ekki einu sinni um málið strax.

Þegar alríkislögreglan FBI fann Berchtold og Jan í Mexíkó eftir nokkurra vikna leit kom í ljós að Berchtold hafði meira að segja kvænst henni. Á þessum tíma þurfti fólk aðeins að vera 12 ára til að mega ganga í hjónaband í Mexíkó. Hjónabandið var að vonum ógilt þegar níðingurinn og fórnarlamb hans sneru aftur til Bandaríkjanna.

Berchtold hafði enn svo mikið vald yfir Bob og Mary Ann að hann gat sannfært þau um að kæra hann ekki fyrir mannrán og nauðganir, ella myndi hann segja frá kynferðissambandi sínu við þau bæði. Það hefði valdið hjónunum miklum skaða þar sem þau voru strangtrúuð og fréttir af því að Bog hefði stundað kynlíf með karlmanni og að Mary Ann hefði verið ástkona Berchtold hefðu getað gert út af við þau innan safnaðarins.

Jan og Berchtold. Mynd:Top Knots Film/Netflix

Hversu ótrúlega sem það kann að hljóma þá endaði þetta með að Berchtold var aðeins dæmdur í 45 daga fangelsi.

En Bob og Mary Ann sáu síðar eftir því að hafa óttast hneyksli og því sleppt því að kæra Berchtold. Það liðu nefnilega ekki nema tvö ár þar til hann rændi Jan aftur.

Jan hefur margoft reynt að verja foreldra sína og það sem margir telja vera hrekkleysi þeirra í samskiptum við barnaníðinginn Robert Berchtold. En það virkar lítið á marga þá sem horfa á heimildamyndina og margir hafa tjáð sig um hana á samfélagsmiðlum.

„Ég er að horfa á ´Abducted in Plain Sight´. Í hvert sinn hugsa ég með mér að nú geti þetta ekki versnað, þá versnar það. Fjandinn sjálfur.“

„´Abducted in Plain Sight´ er rosaleg. Ég er orðlaus.“

„Eitt það hræðilegasta sem ég hef nokkru sinni séð.“

Er meðal þess sem áhorfendur hafa sagt um myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann