fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Kóreuríkin sækja um að halda Ólympíuleikana 2032 saman

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 08:01

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður- og Suður-Kórea hafa ákveðið að sækja í sameiningu um að halda Ólympíuleikana 2032. Tilkynnt verður opinberlega um þetta á föstudaginn þegar Alþjóðaólympíunefndin fundar í Lausanne í Sviss.

AFP skýrði frá þessu í morgun. Fram kemur að Suður-Kórea muni benda á Seoul sem aðra keppnisborgina og að norðanmenn muni benda á Pyongyang sem hina keppnisborgina.

Þetta eru að sjálfsögðu stór tíðindi enda hefur ekki ríkt mikill vinskapur á milli þjóðanna frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar en mikil þíða hefur komist á í samskiptum þeirra á undanförnum misserum. Ákvörðunin um að sækjast í sameiningu eftir að halda leikana er árangur samningaviðræðna á milli landanna sem hófust á síðasta ári.

Jafnframt hefur verið ákveðið að löndin keppi undir einum fána á leikunum í Tókýó á næsta ári.

Ólympíuleikarnir fóru fram í Seoul 1998 og vetrarleikarnir á síðasta ári fóru fram í Pyenogchang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn