AFP skýrði frá þessu í morgun. Fram kemur að Suður-Kórea muni benda á Seoul sem aðra keppnisborgina og að norðanmenn muni benda á Pyongyang sem hina keppnisborgina.
Þetta eru að sjálfsögðu stór tíðindi enda hefur ekki ríkt mikill vinskapur á milli þjóðanna frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar en mikil þíða hefur komist á í samskiptum þeirra á undanförnum misserum. Ákvörðunin um að sækjast í sameiningu eftir að halda leikana er árangur samningaviðræðna á milli landanna sem hófust á síðasta ári.
Jafnframt hefur verið ákveðið að löndin keppi undir einum fána á leikunum í Tókýó á næsta ári.
Ólympíuleikarnir fóru fram í Seoul 1998 og vetrarleikarnir á síðasta ári fóru fram í Pyenogchang.