fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Brauð sem þarf ekki að hnoða: Leynihráefnið kemur á óvart

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 11:00

Æðislegt brauð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta brauð er algjör snilld – sérstaklega fyrir þá sem eru ekkert alltof vanir því að baka brauð og treysta sér ekki í mikið hnoð og hefingar. Þetta brauð þarf nefnilega ekkert að hnoða og leynihráefnið er ekki af verri endanum – nefnilega bjór.

Bjórbrauð

Hráefni:

85 g ostur
3 bollar hveiti
3 msk. sykur
3 tsk. lyftiduft
1 1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
350 ml bjór
2 msk. smjör, brætt

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Skiptið ostinum í tvennt og skerið annan helminginn í ferninga og rífið hinn helminginn niður. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti, salti og pipar saman í skál. Hellið bjórnum saman við og hrærið varlega saman þar til allt er orðið blautt. Deigið á að vera klístrað. Blandið ostinum saman við. Hellið deiginu í brauðform sem búið er að smyrja og hellið bráðnu smjöri yfir deigið. Bakið í 50 til 60 mínútur eða þar til tannstöngull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn upp úr brauðinu. Leyfið brauðinu að kólna í forminu í 10 mínútur og takið það síðan úr. Njótið strax eða geymið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu