fbpx
Fimmtudagur 10.apríl 2025
Matur

Brauð sem þarf ekki að hnoða: Leynihráefnið kemur á óvart

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 11:00

Æðislegt brauð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta brauð er algjör snilld – sérstaklega fyrir þá sem eru ekkert alltof vanir því að baka brauð og treysta sér ekki í mikið hnoð og hefingar. Þetta brauð þarf nefnilega ekkert að hnoða og leynihráefnið er ekki af verri endanum – nefnilega bjór.

Bjórbrauð

Hráefni:

85 g ostur
3 bollar hveiti
3 msk. sykur
3 tsk. lyftiduft
1 1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
350 ml bjór
2 msk. smjör, brætt

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Skiptið ostinum í tvennt og skerið annan helminginn í ferninga og rífið hinn helminginn niður. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti, salti og pipar saman í skál. Hellið bjórnum saman við og hrærið varlega saman þar til allt er orðið blautt. Deigið á að vera klístrað. Blandið ostinum saman við. Hellið deiginu í brauðform sem búið er að smyrja og hellið bráðnu smjöri yfir deigið. Bakið í 50 til 60 mínútur eða þar til tannstöngull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn upp úr brauðinu. Leyfið brauðinu að kólna í forminu í 10 mínútur og takið það síðan úr. Njótið strax eða geymið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu