fbpx
Laugardagur 29.mars 2025

Tarot dagsins

Bikarkonungur

Maðurinn kann að meta listir og nýtur þess að læra sem eilífðarstúdent.  Menntaður er hann í sérgrein svo sem læknir, lögmaður eða viðskiptafræðingur.  Hann birtist fólki sem kaldur og lokaður karakter en sú hlið er einungis hluti af persónuleika hans.  Hann á í einhverjum erfiðleikum með að tjá eigin tilfinningar opinberlega og á það til að skammast sín fyrir  að gefa hjarta sitt.  Eiginleiki þessi kann að ýta undir erfiðleika hjá manninum þegar ástin er annars vegar.

Heiðarleiki og hlýja einkennir hann þegar kemur að fólkinu sem hann elskar.  Oft á tíðum er hann ekki í sambandi við eigin tilfinningar þegar kemur að sjálfinu.

© Ellý Ármanns – Vellíðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.