fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024

Allt Jóhönnu að kenna ?

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að raunveruleg ástæða fyrir því launaklúðri sem nú ríkir víða í stjórnsýslunni, þar með talið ríkisbönkunum, sé Jóhönnu Sigurðardóttur að kenna, fyrrverandi forsætisráðherra. Þannig megi að minnsta kosti skilja tilkynningu Landsbankans um laun bankastjórans.

Margir hafa hneykslast yfir launahækkunum Lilju Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, sem hlaut tvær launahækkanir á innan við ári, um samtals 1,7 milljónir króna á mánuði, eða sem nemur rúmlega 80 prósentum.

Meira að segja Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, gat ekki annað en fordæmt verknaðinn, enda koma fréttirnar á versta tíma í kjaraviðræðunum við verkalýðsforystuna, sem líkt og búast mátti við, nýtti sér hækkunina til hins ýtrasta í málflutningi sínum, sem sjaldnast er nú lágstemmdur.

En aftur að Jóhönnu. Það var jú Jóhanna sem setti í lög á sínum tíma að enginn ríkisstarfsmaður mætti hafa hærri laun en hún sjálf, ef undan var skilinn forseti Íslands. Kjararáð átti að sjá til þess að föst laun fyrir dagvinnu yrðu ekki hærri hjá neinum öðrum innan stjórnkerfisins.

Landsbankinn segir í dag að hækkun Lilju hafi verið í samræmi við starfskjarastefnu. Þar segir einnig:

„Forsagan er sú að kjararáði var árið 2009 falið að úrskurða um laun bankastjóra Landsbankans. Á sama tíma sagði í í eigendastefnu ríkisins að laun stjórnenda ættu að standast samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfaði á, án þess að vera leiðandi. Þessi tilhögun var gagnrýnd af þáverandi bankaráði Landsbankans en beiðnir til stjórnvalda um breytingar náðu ekki fram að ganga. Afleiðingin varð sú að í mörg ár voru kjör bankastjóra Landsbankans töluvert lægri en laun hjá stjórnendum sambærilegra fyrirtækja. Þau voru jafnframt lægri en laun framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum.“

Með öðrum orðum má skilja þetta sem svo að Landsbankinn kenni Jóhönnu um ófarir sínar í launamálum. Undirmenn í Landsbankanum voru orðnir launahærri en sjálfur bankastjórinn, því ekki mátti bankastjórinn vera launahærri en Jóhanna!

Jóhanna sagði sjálf á sínum tíma að markmiðið með launastefnu hennar væri að koma í veg fyrir ofurlaun hjá ríkinu.

Orðið á götunni er að þó svo að hin sósíalíska tilraun Jóhönnu hafi kannski komið vel út á fundi með PR fólkinu sem sá um ímynd hennar, sé nú ljóst að afleiðingar stefnunnar, sem hefðu mátt vera fyrirsjáanlegar, séu að koma í ljós. Hinu sáluga kjararáði er næstum vorkun, en vissulega á það sinn þátt í þessu klúðri einnig.

Orðið á götunni er að tilraunin hafi alltént mistekist hrapallega, enda hafa forstjórar ríkisstofnana hríðhækkað í launum undanfarin misseri, þrátt fyrir beiðni stjórnvalda til stjórna ríkisfyrirtækjanna um að hækkanirnar verði hóflegar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Neville veður í tvær stjörnur United fyrir hegðun þeirra um liðna helgi

Neville veður í tvær stjörnur United fyrir hegðun þeirra um liðna helgi
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Hættir hjá Chelsea eftir átján ár og semur við enska landsliðið

Hættir hjá Chelsea eftir átján ár og semur við enska landsliðið
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telur líkur á því að nýr samningur Guardiola sé sniðinn að því að hann taki svo við enska landsliðinu

Telur líkur á því að nýr samningur Guardiola sé sniðinn að því að hann taki svo við enska landsliðinu