Fyrirsætan Hailey Baldwin gekk að eiga tónlistarmanninn og Íslandsvininn Justin Bieber í leynilegri athöfn í september. Undirbúa þau nú formlega brúðkaupsveislu.
Í nýjasta þætti af 73 Questions, 73 spurningar, Vogue tímaritsins svarar Hailey hinum ýmsu spurningum í tilefni af því að hjónakornin prýða forsíðu tímaritsins.
Hailey segir meðal annars frá hvernig Justin bað hennar, að hún gaf dansinn á bátinn fyrir fyrirsætubransann, að hana langar að tala portúgöslku reiprennandi, að henni finnst Margot Robbie og Gisele gullfallegar og að helsta markmið hennar er að eignast eigin fjölskyldu.