fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

„Uppvakningasjúkdómur“ herjar á hjartardýr í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 05:55

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn svokallaði „uppvakninga-hjartardýrasjúkdómur“ herjar nú á hjartardýr í 24 ríkjum Bandaríkjanna. Sjúkdómurinn nefnist „Cronic Wasting Disease (CWD) og leggst hann aðallega á hjartardýr og elgi. Sjúkdómurinn leggst á taugakerfi dýranna sem veldur því að þau léttast og hætta að geta samhæft hreyfingar sínar. Hann getur einnig gert dýrin árásargjörn. Sjúkdómurinn er banvænn.

Þetta kemur fram í viðvörun frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni Center for Disease Control and Prevention.

CWD leggst yfirleitt á heila og mænu dýra og dregur þau til dauða. Sjúkdómurinn hefur verið nefndur „uppvakningasjúkdómurinn“ þar sem smituð dýr minna stundum einna helst á uppvakninga eins og þeir sjást gjarnan í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þau eru þá með starandi tómt augnaráð, léttast hratt og verða veikburða.

Hér sést í hvaða ríkjum Bandaríkjanna sjúkdómsins hefur orðið vart. Mynd: Center for Disease Control and Prevention

Sjúkdómnum hefur verið líkt við kúariðufaraldurinn sem braust út á Bretlandseyjum á tíunda áratugnum. Enn hefur þó ekki verið sýnt fram á að CWD geti smitað fólk sem borðar kjöt dýra sem er smituð.

CWD uppgötvaðist í fyrsta sinn í lok sjöunda áratugarins í dýri sem var haldið föngnu. Sjúkdómurinn fannst í fyrsta sinn í villtu dýri 1981. Hans hefur aðallega orðið vart í Bandaríkjunum og Kanada en þó eru skráð tilfelli hans í Noregi og Suður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana