Þetta kemur fram í viðvörun frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni Center for Disease Control and Prevention.
CWD leggst yfirleitt á heila og mænu dýra og dregur þau til dauða. Sjúkdómurinn hefur verið nefndur „uppvakningasjúkdómurinn“ þar sem smituð dýr minna stundum einna helst á uppvakninga eins og þeir sjást gjarnan í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þau eru þá með starandi tómt augnaráð, léttast hratt og verða veikburða.
Sjúkdómnum hefur verið líkt við kúariðufaraldurinn sem braust út á Bretlandseyjum á tíunda áratugnum. Enn hefur þó ekki verið sýnt fram á að CWD geti smitað fólk sem borðar kjöt dýra sem er smituð.
CWD uppgötvaðist í fyrsta sinn í lok sjöunda áratugarins í dýri sem var haldið föngnu. Sjúkdómurinn fannst í fyrsta sinn í villtu dýri 1981. Hans hefur aðallega orðið vart í Bandaríkjunum og Kanada en þó eru skráð tilfelli hans í Noregi og Suður-Kóreu.