fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
433Sport

Guðni gjörsigraði Geir: Svona skiptust atkvæðin

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, vann sannfærandi sigur þegar kosið var um formann KSí á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson bauð sig fram gegn sitjandi formanni.

Geir Þorsteinsson fékk 26 atkvæði en Guðni Bergsson fékk 119. Tveir skiluðu auðu. Guðni fékk 82 prósent atkvæði.

,,Þetta var slæmt tap í dag, ég er samt í góðu skapi,“ sagði Geir um niðurstöðuna.

,,Það er greinilega ykkar mat að ég eigi heima með Eggert og Ellerti,“ sagði Geir og átti þar við Eggert Magnússon og Ellert B Schram sem eru einnig heiðursformenn.

Geir var formaður sambandsins í tíu ár en lét af störfum fyrir tveimur árum, framboð hans um að snúa aftur fékk ekki gott brautargengi hjá aðildarfélögum KSÍ.

Guðni tók við starfinu fyrir tveimur árum og hefur nú endurnýjað umboð sitt, hann mun því sitja hið minnsta í fjögur ár sem formaður.

Geir er heiðursformaður KSÍ en hann fékk þá nafnbót fyrir tveimur árum. Hann verður áfram slíkur.

Nokkur hiti var í aðdraganda kosninga en að lokum var það Guðni sem hafði betur en vel var mætt á ársþingið sem fram fer á Hilton hótelinu í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan

England: Haaland missteig sig á punktinum og jafntefli niðurstaðan
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“

Guardiola virkar áhyggjufullur fyrir leikinn í dag – ,,Ekki fullkominn andstæðingur“
433Sport
Í gær

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims

Þetta eru 50 stærstu nágrannaslagir heims
433Sport
Í gær

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“
433Sport
Í gær

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd