Við á DV ætlum að fylgjast með Söngvakeppni Sjónvarpsins og segja skoðun okkar á Twitter með myllumerkinu 12stig, bæði í kvöld þegar fyrri undankeppnin fer fram og þegar seinni undankeppnin og úrslitin fara fram, 16. febrúar og 2. mars. Við skorum á lesendur okkar að taka þátt á Twitter með okkur.
Í kvöld kl. 19.45 fer fyrri undankeppni Söngvakeppninnar fram í Háskólabíói. Bein útsending er á RÚV.
Kynnar kvöldsins eru Fannar Sveinsson, Benedikt Valsson og Björg Magnúsdóttir.
Fimm lög keppa um tvö laus sæti á úrslitakvöldinu. Röð laganna og kosninganúmer þeirra:
900-9901 Hatari – Hatrið mun sigra
900-9902 Þórdís Imsland- Nú og hér
900-9903 Daníel Óliver – Samt ekki
900-9904 Kristina Bærendsen – Ég á mig sjálf
900-9905 Hera Björk – Eitt andartak