fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Kynning

Draugabærinn í fjöllunum: Síðasta lestin fór árið 1938

Kennecott var eitt sinn blómlegur iðnaðarbær

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við bæinn Kennecott í Alaska í Bandaríkjunum var eitt sinn stærsta koparnámuvinnsla í heiminum. Þar voru unninn fleiri tonn af málmgrýti á ári hverju um margra ára skeið. En í dag er Kennecott aðeins minnisvarði um það sem áður var enda fór bærinn í eyði fyrir margt löngu.

Það var um aldamótin 1900 sem menn fundu geysimikla möguleika í koparvinnslu á svæðinu sem er býsna afskekkt. Alaska er víðfeðmt ríki og á hásléttum suðvesturhluta ríkisins, í Wrangell-St. Elias-þjóðgarðinum, stendur þessi afskekkti og yfirgefni bær í rúmlega tólf hundruð metra hæð yfir sjávarmáli.

Fleiri tugir timburbygginga voru reistar á hápunkti góðærisins í Kennecott og standa þær flestar enn þann dag í dag. Árið 1911 má segja að góðærið hafi byrjað og var lestarsamgöngum komið á milli Kennecott og annarra svæða í Alaska til að flytja þann kopar sem unninn var. Rúmum 30 árum síðar var búið að vinna nær allan þann kopar sem fannst á svæðinu og þá höfðu verðlækkanir á heimsmarkaði gert framleiðendum erfitt fyrir.

Svo fór að síðasta lestin fór í nóvember árið 1938. Síðan þá hefur Kennecott verið draugabær. Þó að svo sé er bærinn ekki með öllu yfirgefinn enda er hann vinsæll meðal ferðamanna og fjallgöngumanna. Þar sem bærinn er á minjaskrá bandarískra yfirvalda er hann friðaður og hafa framkvæmdir staðið yfir sem miða að því að varðveita þau hús sem reist voru á sínum tíma. Þá mun ferðamönnum gefast tækifæri til að fara í skipulagðar áætlunarferðir á svæðið.

Mynd: Henry Chen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni