Oft þegar maður heilsteikir kjúkling eða kaupir hann tilbúinn úti í búð á maður einhvern afgang, sem tilvalið er að nota næsta dag – til dæmis í þennan einfalda rétt.
Hráefni:
¼ bolli edik
1 tsk. sykur
½ tsk. salt
1 gulrót, rifin í strimla
4 pylsubrauð
1/3 bolli mæjónes
1 agúrka, rifin í strimla
200 g ísbergsalat
rifinn kjúklingur
ferskur kóríander, saxaður
2 vorlaukar, skornir í lengjur
1 rauður chili pipar, skorinn þunnt
sojasósa
Hráefni:
Setjið edik, sykur, salt og 1 matskeið af vatni í lítinn pott og hitið yfir lágum hita. Hrærið stanslaust í 2 til 3 mínútur þar til sykurinn hefur leysts upp. Takið af hitanum. Setjið gulrætur í skál sem þolir hita og hellið ediksblöndunni yfir þær. Smyrjið mæjónesi á pylsubrauðin og fyllið með gúrku og ísberg. Hellið ediksblöndunni af gulrótunum og raðið þeim í pylsubrauðin, síðan kjúklingnum, kóríander og vorlauk. Skreytið með chili pipar og sojasósu.