Samtök þýskra bifreiðaeigenda, ADAC, gerðu nýlega könnun á hversu auðvelt er að stela 237 bíltegundum sem eru lyklalausar. Af þeim var ekkert mál að opna 230 tegundir og aka á brott ef réttur útbúnaður var til staðar. Margir nýir bílar eru lyklalausir en það þýðir í stuttu máli að það þarf ekki að taka lyklana upp úr vasanum til að gangsetja þá eða opna. Þeir læsa sér einnig sjálfkrafa þegar lykillinn er kominn ákveðið langt frá þeim. Það er hægt að nota sérstakan tölvubúnað til að komast inn í merkjasendingar á milli bílsins og lykilsins. Þegar merkjasendingin hefur náðst er eftirleikurinn auðveldur og hægt að opna bílinn og aka á brott. Þetta tekur vana menn um 20 sekúndur.
Aðeins þrír bílar reyndust algjörlega þjófaheldir en það voru bílar af gerðinni Jaguar Land Rover. Fjóra bíla var annaðhvort hægt að opna eða gangsetja en ekki hvoru tveggja.
Hér er hægt að sjá lista yfir alla bílana. Er þinn bíll þar á meðal?