Ensk blöð segja að miðvörður sé það fyrsta sem Manchester United vill kaupa til félagsins í sumar. Sagt er að félagið horfi til þess að finna framtíðar mann með Victor Lindelöf í hjarta varnarinnar.
Lindelöf hefur stigið upp á þessu tímabili eftir erfitt fyrsta tímabil, hann hefur bætt leik sinn.
Ensk blöð telja upp nokkra kosti en þar á meðal Kalidou Koulibaly miðvörður Napoli sem hefur lengi verið orðaður við United.
Raphael Varane hjá Real Madrid er nefndur til sögunnar en vitað er að Ed Woodward hafi reynt að kaupa hann síðasta sumar, án árangurs.
Toby Alderweireld hjá Tottenham mun kosta 25 milljónir punda í sumar og gæti verið góður kostur fyrir United. United hafði áhuga á Harry Maguire síðasta sumar en tókst ekki að kaupa hann frá Leicester.
Milan Skriniar hefur verið orðaður við liðið en hann leikur með Inter auk Alessio Romagnoli hja´AC Milan.