fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Bryndís Schram kemur Jóni Baldvin til varnar – „Andlit hatursins er afskræmt af heift“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, hefur verið í sviðsljósi umræðunnar vegna ásakana um kynferðisbrot. Jón Baldvin hefur komið fram í fjölmiðlum og vísað þessum ásökunum á bug og hefur boðað útkomu bókar þar sem hann muni hrekja þær. Nú hefur eiginkona hans, Bryndís Schram, stigið fram á ritvöllinn til varnar eiginmanni sínum.

Bryndís skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún fjallar um málið. Í greininni dásamar hún Jón Baldvin og vísar öllum ásökunum á hendur honum á bug.

„Víst hef ég áður horfst í augu við hatur í mínu lífi. Manneskja sem deilir lífi og örlögum með ástríðustjórnmálamanni – hugsjónamanni sem stendur í stórræðum – kemst ekki hjá því: Skattkerfisbylting, samningurinn um EES við Evrópusambandið, frumkvæði að stuðningi við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Allt gríðarlega umdeild mál. – Og m.a.s. ég fór ekki varhluta af því. Ég man enn eftir hatursfullum andlitum, sem störðu á mig inn um eldhúsgluggann á Vesturgötunni. Sumir steyttu hnefann, köstuðu eggjum eða öðru lauslegu í gluggann. Tilefnið var „matarskatturinn“ svokallaði. Ég hef sjálf setið á stjórnmálafundum þar sem innblásnir „föðurlandsvinir“ steyttu hnefann í áttina að manni, sem þeir kölluðu ýmist landráðamann eða kvisling. Tilefnið var EES.“

Segir Bryndís í inngangi greinar sinnar. Því næst víkur hún penna að ásökunum virts lögmanns um að hún hafi látið fjármálaráðuneytið greiða fyrir 50 ára afmælið hennar í skjóli skjalafölsunar. Það mál hafi þvælst um kerfið í rúmlega áratug en lokið með dómi Hæstaréttar sem hafi sagt að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

„En það er ekki bara, að sletturnar af skítkastinu hafi líka náð til mín. Stundum hef ég líka deilt heiðrinum. Ég hef staðið við hlið mannsins, uppi á sviði, þar sem hann hefur verið sæmdur heiðursnafnbót og ausinn lofi. Lófatak þúsunda hefur glumið í eyrum mér. Þar hefur hann verið hylltur. Hann var maðurinn sem þorði að bera sannleikanum vitni, þegar aðrir þögðu. En þetta var í útlöndum. Það er enginn spámaður í sínu föðurlandi.“

Segir Bryndís sem segist hafa leyft sér þann munað að telja að nú væri orrahríðin að baki.

„Stríðinu lokið og friðsælt ævikvöld fram undan. Allt þar til yfirstandandi gerningaveður brast á. Og enn einu sinni horfist ég í augu við ásýnd hatursins. Í þetta sinn er þetta ekki bara pólitík. Ekki bara sviðsetning pólitískra mótherja, sem í hita leiksins vilja koma höggi á hættulegan andstæðing. Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“

Segir Bryndís og víkur að dóttur sinni og systurdóttur.

„Dóttir mín skrifar mér níðbréf og segir: „Helvíti – það eruð þið“. Systurdóttir mín, þáttastjórnandi á RÚV, segir mig „siðblinda í meðvirkni“ og að ég sé „hætt að vera sjálfstæð persóna“.“

Hún segist síðan hafa lesið á vef mbl.is að kona, sem hún þekki ekki, segi að „verst geymda leyndarmál“ hennar sé hatur gagnvart Bryndísi og Jóni Baldvin.

„Hún segir, að hún hafi á unglingsárum verið svívirt og auðmýkt heima í stofu foreldra sinna. Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“

Segir Bryndís og segir umrædda sögu vera uppspuna.

„Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál. Hún hefur veitt hatri sínu útrás. Og hún áréttar það: „Mikið hataði ég þetta „fína“ líf okkar og fólksins í því.“ Hverjir lifðu þessu „fína lífi“, sem virðist hafa eitrað líf þessarar konu þegar á unglingsárum? Þrjátíu ár í heljargreipum haturs? Upphaflega var þessi kona bara ein af ótal mörgum, sem veittu hatri sínu útrás – undir nafnleynd. Einhverjum hjá mbl.is tókst að draga hana fram í sviðsljósið. Þess vegna er hægt að svara henni.“

Segir Bryndís og víkur síðan að lokum að öllum þeim konum sem ekki koma fram undir nafni með ásakanir sínar í garð þeirra hjóna.

„En hvað með allar hinar, sem fela sig á bak við nafnleynd? Svo lengi sem þær þora ekki að standa við orð sín, hljóta þau að teljast „dauð og ómerk“. En um leið og ég virði fyrir mér hina afskræmdu ásýnd hatursins, spyr ég sjálfa mig: Hvers vegna þessi iðandi ormagarður af hatri? Lifi ég í þjóðfélagi sem er sjúkt? Þarf þetta þjóðfélag áfallahjálp? Og hvar er hennar að leita?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt