fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sundlaugargestir stunduðu munnmök í gufubaðinu – „Þetta er óviðeigandi á almannafæri“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 06:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta tímanum á mánudaginn þurfti lögreglan að bregðast við tilkynningu starfsfólks sundlaugar um að tveir menn hefðu verið staðnir að því að veita hvor öðrum munngælur í gufubaðsklefa sundlaugarinnar.

Þetta gerðist í sundlauginni í Viborg á Jótlandi í Danmörku. Lögreglan brást skjótt við að sögn Viborg Folkeblad og mætti fljótlega á staðinn. Þá var annar maðurinn á bak og burtu en hinn slapp ekki undan laganna vörðum.

Þar var 33 ára maður á ferð og hefur hann verið kærður fyrir blygðunarsemisbrot. Lögreglan vonast til að hafa uppi á hinum manninum með aðstoð upptaka úr eftirlitsmyndavélum sundlaugarinnar. Hann á einnig von á að verða kærður fyrir blygðunarsemisbrot.

Joan Kjær Andersen, yfirsundlaugarvörður, sagðist reið yfir þessu framferði mannanna.

„Þetta er óviðeigandi á almannafæri. Hér á fólk að geta verið án þess að það sé sært svo þetta er auðvitað eitthvað sem við getum ekki samþykkt hér. Þetta gerist sem betur fer ekki svo oft.“

Að vonum er óheimilt að setja upp eftirlitsmyndavélar í búningsklefum sundlaugarinnar og því hefur verið gripið til þess ráðs að auka viðveru starfsfólks í búningsklefunum á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar