fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Sjáðu hvaða vísindaskáldsögur koma í bíó árið 2017

Blade Runner, Alien, Star Wars og allar hinar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. desember 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindaskáldsögur eiga upp á pallborðið hjá mörgum og á næsta ári mun talsverður fjöldi slíkra sagna rata á hvíta tjaldið, mörgum til skemmtunar og yndisauka. Breska blaðið Guardian tók saman lista yfir þær myndir sem margir eru hvað spenntastir fyrir.

Alien: Covenant

Ridley Scott mun leikstýra þessu stórvirki sem kemur í kvikmyndahús næsta vor. Alien: Covenant gerist á undan Alien-myndunum og rétt eftir atburðina í Prometheus sem fékk blendin viðbrögð hjá gagnrýnendum og almenningi. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í þessari nýju mynd sem verður frumsýnd vestanhafs í maí næstkomandi

Annihilation

Myndin segir frá líffræðingi sem leitar svara við dularfullum dauða eiginmanns síns sem lést í ótilgreindu umhverfisslysi. Leikstjóri er Alex Garland sem leikstýrði myndinni Ex Machina. Myndin skartar flottum leikurum og ber þar helst að nefna Natalie Portman, Jennifer Jason Leigh og Oscar Isaac.

Blade Runner 2049

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í þessari nýju mynd sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Harrison Ford er að sjálfsögðu á sínum stað en auk þess leika Ryan Gosling og Jared Leto í myndinni. Myndinni er leikstýrt af denis Villeneuve og gerist hún 30 árum eftir atburðina í fyrstu myndinni. Blade Runner 2049 er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust.

The Dark Tower

Aðdáendur Stephen King eru margir spenntir fyrir þessari mynd enda er hún byggð á samnefndum bókaflokki rithöfundarins. Idris Elba og Matthew McConaughey fara með aðalhlutverkin í þessari epísku sögu. Leikstjóri myndarinnar er Daninn Nikolaj Arcel sem leikstýrði meðal annars myndinni A Royal Affair. Myndin verður frumsýnd um mitt sumar.

Geostorm

Geimurinn kemur nokkuð við sögu á hvíta tjaldinu á næsta ári og er Geostorm hluti af þeirri flóru. Myndinni er leikstýrt af Dean Devlin sem hefur komið að mörgum stórmyndum í gegnum árin, til að mynda Independence Day-myndunum og Godzilla. Myndin segir frá manni sem heldur út í geim til að koma í veg fyrir ógnarmikið óveður sem gervitungl framtíðarinnar geta myndað. Myndin er væntanleg í kvikmyndahús næsta haust.

Ghost in the Shell

Scarlett Johansson fer með aðalhlutverkið í þessari mynd sem byggð er á samnefndri japanskri teiknmyndasögu. Leikstjóri er Rupert Sanders og segir myndin frá deild innan lögreglu sem berst gegn netglæpamönnum. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum í mars.

Kong: Skull Island

Þó að nafnið bendi til annars er ekki um framhald King Kong Peters Jacksons að ræða frá árinu 2005, miklu frekar er um að ræða einskonar systurmynd Godzilla frá árinu 2014. Margir þekktir leikarar fara með hlutverk í myndinni, þeirra á meðal Tom Hiddleston, John Goodman, Brie Larson og Samuel L. Jackson.

Life

Ryan Reynolds og Jake Gyllenhaal fara með aðalhlutverkin í þessari framtíðarmynd sem segir frá geimförum sem halda til Mars. Þar rekur dálítið óvænt á fjörur þeirra sem gæti hleypt framtíð mannkyns í mikla hættu. Leikstjóri myndarinnar er Daniel Espinosa og verður myndin frumsýnd í mars næstkomandi.

Star Wars: Episode VIII

Aðdáendur Star Wars-myndanna eru að upplifa góða tíma um þessar mundir og á næsta ári, rétt fyrir jólin, fá aðdáendur þriðju myndina á þremur árum. Rian Johnson leikstýrir myndinni sem er hans langstærsta verkefni til þessa. Þess má til gamans geta að hann leikstýrði þremur þáttum af Breaking Bad á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“