Velferð þín er fyrirfram ákveðin af æðri öflum. Hér er þér lýst sem manneskju sem kýs að vera ein endrum og eins og nýtur þess að eiga stundir með sjálfinu. Einmanaleiki angrar þig ekki heldur vellíðan sem tengist rólegu umhverfi þínu sem þú kannt vel að meta um þessar mundir.
Þú hefur lagt á þig ómælda erfiðisvinnu til að ná þeim árangri sem þú býrð við í dag. Nú er komið að þér að njóta tilverunnar. Þú átt það til að efast um að framhaldið verði jafn gott og spár segja en þar ert þú að eyða tíma þínum í óþarfar áhyggjur. Fjárhagslegt öryggi einkennir framtíð þína.