Ekki leyfa hindrunum fortíðar að eyðileggja annars góðar stundir sem atburðir nútíðar hafa upp á að bjóða.
Ef þú átt erfitt með að flýja reynslu fortíðar er þér ráðlagt að taka á honum stóra þínum og eyða ímynduðum hindrunum sem kunna að standa í vegi þínum.
Þú átt það til að taka nærri þér skoðanir annarra en það tefur aðeins fyrir þér og velferð þinni. Kvíði virðist einkenna líðan þína varðandi framhaldið en þér er bent á að þú ert fullkomlega fær um að hreinsa allar hindranir úr vitund þinni.
Neikvæðni felur eingöngu í sér frækorn eigin tortímingar og það veistu reyndar. Þú uppskerð alfarið í samræmi við trú þína.