Ef þú hefur nýlega upplifað höfnun á einhvern hátt ættir þú að efla innri styrk þinn fremur en að virkja veikleika þína. Hér kemur fram að stolt þitt hefur verið sært af manneskju sem tengist þér á einhvern hátt. Ekkert er hægt að aðhafast eins og staðan er í dag og er þér ráðlagt að viðurkenna ósigur þinn með tignarlegum hætti.
Andstæðingur þinn í þessu tilfelli er öflugri en þig grunaði en skaðinn er ekki mikill. Reynsla þín styrkir þig vissulega.
Leyfðu hverjum fugli að fljúga eins og hann er fiðraður og taktu hlutunum með jafnaðargeði. Vertu vel á verði fyrir nýjum tækifærum.