Persónuleiki
Rólyndismanneskja birtist. Gæti verið námsmaður sem býr yfir listrænum hæfileikum og ekki síður andlegum þroska. Viðkomandi hjálpar þér þegar þú sækist eftir aðstoð eða ráðleggingu. Manneskjan er hlédræg mjög og góð að fela eigin hæfileika sem þú kynnist eflaust þegar fram líða stundir.
Aðstæður
Þú munt efla eigin þroska á sama tíma og sköpunarhæfileikar þínar eflast. Listrænir hæfileikar þínir munu njóta sín ef þú leyfir þér að hlusta á langanir þínar sem koma frá hjarta þínu og huga. Nýtt áhugamál og jafnvel seta á skólabekk er svarið. Breytingar munu eiga sér stað og þá sér í lagi innra með þér.