Ekki gleyma þér í draumalandinu góða. Þú ert fæddur hugmyndasmiður en átt það til að gleyma stund og stað í tíma og ótíma. Væntingar þínar eru miklar til lífsins en þér er hér bent á að ákveða hvert þú ætlar þér.
Fyrr en síðar ættir þú að ákveða hvað er þess virði að vinna að með raunsæju hugarfari og hvað telst til skýjaborga. Kannaðu alla möguleika áður en þú ákveður þig.
Ígrundaðu val þitt alla leið og spurðu sjálfið hvaða ákvörðun færir þér hamingju.