Hamingjubikar þinn hefur eflaust ekki fundið hið sanna jafnvægi sem á vel við þig og hentar þér. Hér kemur fram einhverskonar missir eða vonbrigði sem kann að ýta undir leiða hjá þér. Ef þú leyfir þessari líðan að ná yfirtökum á annars jákvæðri orku þinni og viðhorfi er hætta á að neikvæðar tilfinningar þínar verði þér þungbærar og magnist í huga þér og ýti þar með undir ójafnvægi sem á ekki við þig.
Þú ættir að leggja þig fram við að opna hjarta þitt fyrir því sem eflir þig á góðan máta og kasta frá þér þeim þungu byrðum sem gætu tengst þessari óánægju sem birtist.
Í hverju vandamáli felast dulbúin tækifæri.