Talan níu sýnir að þú veist innra með þér að lífið er eingöngu þungbært þegar hin ævarandi gleði er þér fjarri. Mikil alvara þjónar alls engum tilgangi.
Reynsla fortíðar eflir löngun þína til að takast á við velgengni í starfi. Hér kemur fram að þú hafir tekist á við þjáningar einhverskonar í æsku eða vandamál sem efla kjark þinn og vilja til að ná árangri. Þú býrð yfir styrk á við heilan her.
Ásetningur þinn skapar þér framtíð en þekking þín sýnir fortíð þína. Lærðu af fyrri mistökum og árangur næst fyrr en þig dreymir um.
Gleði, heilbrigði og allsnægtir einkenna framhaldið hjá þér.