Þú virðist vera reiðubúin/n að leggja þig fram af alhug þegar kemur að verkefni sem þú stendur frammi fyrir. Þú þráir að klára kaflann og telur jafnframt að framhaldið verði betra að öllu leyti með persónulegar þarfir þínar og náungans í huga.
Fólkið í kringum þig mun án efa ávíta þig fyrir gjörðir þínar og álíta að þú sért að þessu fyrir fjármuni.
Þú virðist huga og vinna markvisst að málstaðnum og tileinkar þér að ná markinu þó viðhorf annarra sé annað.
Þú berst fyrir ljósi en ert ekki fær um að finna það fyrr en þú hefur viðurkennt myrkrið. Vertu sátt/ur en ekki sjálfsánægð/ur og mundu að ef þú afneitar eðli þínu og þínum innstu þrám verður þú ákaflega háð/ur þeirri afneitun.