Þegar þú ert heil/l gefur þú og það veitir þér gleði. Það er kærleikur.
Örlögin ráða ríkjum hér. Atburðir framtíðar munu koma þér ánægjulega á óvart þar sem framtíðin færir þér vissulega betri tíma.
Heppnin eltir þig uppi og sér til þess að hamingjuhjólið snúist þér í hag. Endir verður á erfiðleikum og ónotum. Almenn vellíðan er svarið við spurningu þinni.
Hamingja þín styrkir vissulega og glæðir líf þitt og þeirra sem skipta þig máli. Leyfðu hlutunum að vaxa og bera góða ávexti.
Þú veist að göfgi verður að fylgja göfugum tilgangi og skrefin sem þú stígur um þessar mundir vísa þér á næstu skref inn í hamingjuna.