Þú hefur markvisst dregið þig frá umhverfi þínu á einhvern hátt og er það eingöngu af hinu góða ef þú ert þar með að styrkja sjálfið.
Þér gæti mislíkað það sem er að gerast í kringum þig eða þú finnur þörfina á að vera í einrúmi og huga að persónulegum þörfum og jafnvel tíma til að huga betur að eigin líðan.
Hér er talað um að þú ættir að ákveða hvað skal aðhafst án áhrifa annarra. Lausn vandans liggur innra með þér og svarið fæst fyrr en síðar. Skilaboð hjarta þíns, vellíðan og vanlíðan munu vísa þér á rétta braut.