Þú ert leidd/ur áfram á sama tíma og þú leitar hjálpar hjá fagmanni eða æðri máttarvöldum. Æðri leiðsögn og viska leiðbeinanda þíns munu veita þér styrk.
Kennari, lögfræðingur, skyldmenni eða vinur munu leiðbeina þér næstu daga og er þér ráðlagt að taka mark á ráðum viðkomandi. Besta hugsun fortíðar er að fylgja framtíðinni með réttu hugarfari.
Þér er ráðlagt af alhug. Hlustaðu gaumgæfilega á viðkomandi og hugaðu vel að framtíð þinni með réttu hugarfari.
Skilaboðin hér eru að þekking og reynsla viðkomandi eru marktæk og munu án efa koma sér vel fyrir þig en mundu að krafan um fullkomnun hindrar vöxt.
Dyrnar standa opnar þegar draumar þínir og hugsjónir eru annars vegar.